Ég niðurhlóð nýlega myndinni Lost in translation (tapaður í þýðingu) um daginn og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Á laugardaginn gerði ég svo tilraun til að horfa á herlegheitin. Þegar ca 5 mínútur voru komnar af myndinni byrjaði Bill Murray að tala spænsku við japanska fólkið. Ég hló nett, enda hélt ég að þetta væri svakaleg gamanmynd. Þegar svo hann var búinn að tala spænsku í ca 10 mínútur við hina og þessa ákvað ég að stoppa þetta því sjálfur var ég tapaður í þýðingu spánverja enda um talsetta mynd að ræða. Skemmtileg tilviljun það.
Þess í stað horfði ég á myndina Amazon women on the moon. Hún fjallar um leiðangur sem gerður er út til tunglsins en þar lendir hópurinn í vandræðum með Amazon konur sem vilja þá feiga. Æsispennandi og fyndin gamanmynd.
Tvær og hálfa stjörnu af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.