Ég er smámsaman að breytast í Reykvíking eftir 7 mánaða veru í borginni. Það sannast best með eftirfarandi aðgerðum mínum:
Ég...
...ruddist og slóst um vörur í bónus í gær, biðjandi enga(n) afsökunnar.
...skaust framfyrir í röðinni að kassanum í bónus.
...var mjög fúllyndur og dónalegur allan gærdaginn.
...var stressaður.
...bauð ekki góðan daginn þegar ég sýndi strætókortið í strætó.
...var hávær og ótillitssamur á tunguveginum í gær.
...er fordómafullur með þessari færslu.
Ég er þó ekki fullur sjálfsánægju, áfengisfullur eða hrokafullur en hver veit hvað tíminn leiðir í ljós.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.