þriðjudagur, 30. mars 2004

Þessi síða hefur náð markaðsjafnvægi í ca 70 gestum á dag. Ég virka nefnilega þannig að ef það mæta of margir á síðuna er pressan of mikil á mér við að segja eitthvað áhugavert og ég brotna niður, enda svo á því að skrifa bara eitthvað bjánalegt og fæli fólk frá. Ef hinsvegar mjög fáir mæta leik ég við hvurn minn fingur og blogga um allar lífsins dásemdir sem eykur aðsókn, að því er virðist.
Nú er svo komið, eins og áður segir, að jafnvægi hefur náðst sem þýðir aðeins eitt. Þessi færsla er hvorki áhugaverð né ömurleg. Bara svona meðal-jafnvægis færsla.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.