mánudagur, 23. febrúar 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Valli tvíburi og frændi minn er í heimsókn á Tunguvegi 18. Ég hitti hann stutt í gærkvöldi eftir að hafa eytt deginum í skólanum að læra og tókum við tvær skákir. Við tefldum upp á hlekk á blogg hvors annars og ís upp á kr. 700. Til að gera leiðinlega sögu stutta þá notast Valli við Norðfjarðarmottóið í skák, "ef ekkert er að gerast, dreptu þá næsta (skák)mann" sem er frekar slæmt skákviðhorf (en þrusu lífsviðhorf) og tapaði hann því báðum skákum. Ég át því ís, slepp við að gefa honum hlekk og fæ þar að auki hlekk frá honum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.