Hér er stjórnandi þáttarins; Jórunn Möller.
Hér eru nokkur tækniatriði sem ég vil fara í gegnum með ykkur í hinum vikulega þætti veftímaritsins: nýjustu vísindi og tækni:
1. Þegar þið skráið athugasemdir (comment) við hverja færslu og eruð með heimasíðu, munið að hafa 'http://' fyrir framan www.síðunaþína.com því öðruvísi tenglast hún ekki.
2. Þið sem eruð með hlekk á síðuna mína af ykkar sem http://www.finnur.tk, vinsamlegast breytið honum í http://finnurtg.blogspot.com. Þetta auðveldar mér að sjá hverjir eru með hlekki á mig svo ég geti launað greiðann.
3. Ég fór með vitleysu um daginn þegar ég útskýrði fyrir ykkur hvernig eigi að tengla á færslur hérna. Það rétta er að þið þurfið að fá ykkur haloscan trackback, smella á tilvísunarhlekkinn (á síðunni minni), kópera hlekkinn þar, skrá hann í manage trackbacks á haloscan reikningnum og voilá, þið fáið talsvert af heimsóknum af síðunni minni. Einfalt? Ég fékk mígreniskast við að læra þetta og kastaði einu sinni upp blóði. Þið getið líka bara skrifað í commentin hjá mér að þið hafið bætt við hlekk á mig og ég get skráð þetta fyrir ykkur.
Fleira var það ekki í nýjastu vísindum og tækni að sinni. Veriði sæl.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.