Síðasta föstudag skilaði ég inn verkefni í upplýsingatækni sem ég hafði unnið síðustu rúmlegu vikuna. Í dag er ég að vinna skilaverkefni fyrir rekstrarbókhald og á morgun er lokapróf í þeim áfanga sem ég mun læra fyrir í nótt, eftir að hafa unnið eins og ég mögulega get í verkefninu í dag og kvöld. Á miðvikudaginn er svo smápróf í fjármálum fyrirtækja sem ég mun læra fyrir á morgun og á föstudaginn á ég að skila inn stórum verkefnum fyrir þjóðhagfræði og fjármálum fyrirtækja auk áðurnefnds rekstrarbókhaldsverkefnis.
Fyrir utan þetta hef ég alls ekki neitt að gera.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.