Í morgun lærði ég í tólfta sinn um ævina að það margborgar sig að leggja pening til hliðar fyrir elliárin því eftir þónokkur ár margfaldast féið á örskömmum tíma. Ég fer ekki í stærðfræðihliðina á málinu að svo stöddu en þetta er heilagur sannleikur.
Það fyrsta sem mér datt í hug í morgun þegar mér var sagt frá dæmi um gamlan karl sem ákvað að tvöfalda ellilífeyrinn sinn með því að vinna 5 ár í viðbót var "Djöfull hlýtur hálendingurinn að hafa það gott". Ég ákvað þó að viðra ekki þessa vangaveltu mína í þessum umrædda tíma eftir að ég rétti upp hendina, heldur sagði bara "ee...má ég fara á klósettið?".
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.