Loksins loksins, eftir rúmlega fimm mánaða dvöl í Reykjavík hef náð að næla mér í kvef. Eins og flestir vita fékk ég kvef á tveggja vikna fresti þegar ég var búsettur á Egilsstöðum síðasta vetur og því engin tilviljun að ég fékk kvefið þegar hálf fjölskyldan mín var í heimsókn um helgina.
Ég er þó ekki stúrinn heldur brosi framan í óhamingjuna og vona að ég haldi áfram að hnerra þriggja kílóa hlussum með morgunkaffinu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.