Kvikmyndadögum veftímaritsins er lokið í bili með för á myndina Mystic River á laugardagskvöldið. Þar vorum við Björgvin, Helgi og pabbi mættir til að sjá stórgóða óskarsverðlaunamynd. Ferðin byrjaði ekki vel þar sem bíógestum var stýrt eins og rollum í rétti fyrir sýningu en það er önnur saga (Bíóið var háskólabíó fyrir þau sem hafa gaman af því að láta fara með sig eins og rollur).
Mystic River fjallar um mann sem missir dóttir sína þegar hún er myrt. Reiðinnar býsn af frægum leikurum eru í þessari mynd auk þess sem Clint Eastwood leikstýrir henni. Mér fannst myndin afskaplega barnaleg, ofleikin, bjánaleg og á köflum þreytandi. Söguþráðurinn er vægast sagt gloppóttur og endirinn gjörsamlega út í hött.
Þegar ég hugsa út í það þá er lítill munur á Mystic River og dæmigerðri Colombo mynd. Eini munurinn sem ég tek eftir er að mig hefur aldrei langað til að sofna horfandi á Colombo mynd enda eru þær rökréttar og skilja eitthvað eftir sig.
Hálf stjarna af fjórum fyrir Tim Robbins og Sean Penn sem þó eru langt frá sínu besta. Þeir eru þó báðir miklir friðarsinnar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.