Í gærkvöldi sá ég frönsku myndina Irréversible með gyðjunni Monica Bellucci í aðalhlutverki. Myndin er mjög sérstök fyrir margar sakir, þó sérstaklega ótrúlega gróft ofbeldi og furðulega myndatöku fyrstu ca 30 mínúturnar. Ég get eiginlega ekki sagt um hvað myndin er því hún er aftur á bak eins og Memento, þó svo að það hafi verið meiri tilgangur með því að hafa Memento aftur á bak.
Þessi mynd kallaði á fjöldamörg viðbrögð hjá mér, m.a. ógleði, hrylling og skelfingu en líka mikla hamingju því Monica Bellucci kemur fram nakin í henni. Einnig var talsvert um vonbrigði þar sem frú Bellucci reyndist vera með gríðarstóran rass en það er önnur saga.
Mjög fín mynd sem ég mæli með fyrir fólk sem þjáist af krónískri fíkn í fáránlega mikið ofbeldi, sem ég reyndar þjáist alls ekki af. 3 stjörnur af fjórum.
Þið sem viljið vita hvað gerist í henni lesið áfram. Þið hin, hættið að lesa núna.
Í myndinni var eitt ógeðslegasta atriði í sögu bíómyndanna en þar er andlit manns barið í mauk með slökkvitæki og það er sýnt í nærmynd, högg eftir högg rétt á eftir að handleggur á manni er brotinn með hjálp hnés. Þetta gerist fyrsta hálftímann og mér varð hálfóglatt. Síðar kom í ljós að fyrsta hálftímann af myndinni hafi leikstjórahelvítið sett hljóð sem heyrist varla en veldur ógleði hjá mönnum og dýrum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.