Í körfuboltanum í gær fékk ég mitt annað glóðarauga um ævina þegar ég renndi mér eftir bolta sem ég hafði slegið úr höndum sóknarmanns, hvers nafn fylgir ekki sögunni. Glóðaraugað sem ég fékk í gærkvöldi væri ekki í frásögu færandi nema fyrir að það er staðsett á framhandleggnum á mér, ótrúlegt nokk.
Myndir voru teknar af glóðarauganu en í framköllum kom í ljós að þær eru yfirlýstar og því ónothæfar á jafn virðulega síðu sem þessa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.