Ekki óttast þó að það standi tilvísanir (og líklega 0 í sviga á eftir) fyrir neðan hverja færslu héreftir. Ég var nefnilega að fá mér tilvísunarkerfi fyrir þessa síðu sem segir mér hvaða heimasíður eru að vísa í hvaða færslur, ef einhverjar.
Ég vona að þetta rugli engan í ríminu, þið smellið áfram í athugasemdatakkann og skrifið allt sem ykkur dettur í hug.
Ef þið hinsvegar eruð með heimasíðu og viljið hlekkja á einhverja færsluna hérna smellið þið einfaldlega á tímann (vinstra megin við athugasemdasmelluna) og fjölfaldið svo urlið sem kemur efst í gluggann. Urlið setjið þið svo á síðuna ykkar. Þannig fæ ég fleiri heimsóknir og þið líka, því ykkar heimasíða mun birtast í tilvísunarkerfið. Flókið? Ef þér finnst það ertu ekki gáfum gædd(ur). En þið hin; Etum, drekkum og vísum í síður hvors annars!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.