laugardagur, 21. febrúar 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Upp á síðkastið hefur mér fundist ég vera að gleyma einhverju en ekki alveg náð að festa fingur á hvað það er. Það var svo í dag, eftir að Maríkó brosti næstum því til mín í skólanum, að ég fattaði hvað það var. Ég var að þvo mér um hendurnar þegar mér var litið upp og sá þar hellisbúa. Við nánari eftirgrenslan og nokkrar fyrirspurnir komst ég að því að þessi hellisbúi var ég sjálfur, holdi klæddur. Þegar ég svo kannaði málið enn frekar kom í ljós að ég hef ekki rakað mig í næstum tvær vikur og ekki farið í almennilega klippingu síðan í ágúst 2003. Ég kýs að nota þetta sem afsökun fyrir skorti á kvenhylli það sem af er ári. Ég mun þó hvorki skerða hár mitt né skegg fyrr en það er farið að valda öðrum skaða, líkamlegum eða andlegum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.