Þegar ég loksins kom heim í gærkvöldi til að dvelja yfir nóttina hafði skóladagurinn náð að spanna 36 klukkutíma. Ég er mikill tölfræðiáhugamaður og því kemur hér smá tölfræði yfir þennan umtalaða skóladag:
2 tímar fóru í að tefla
3 tímar í að þvælast á netinu
0,5 tími í klósetferðir
1 tími í að borða
1 tími í pásu heima
2 tímar í afslöppun eftir próf
1 tími alls í MSN spjöll
1 tími alls í að stara út í loftið
4 tímar að mæta í tíma
0,1 tími í símtöl
----------
15,6 tímar alls.
og því:
20,4 tímar alls í heimadæmi.
Gaman af því.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.