Þá nálgast helgin óðfluga og margir farnir að kvíða því að hafa ekkert að gera. Auðvitað kem ég öllum til bjargar með frábærri þraut. Hún er fullkomlega rökrétt og það er til gott svar við henni þannig að ekki gefast upp strax. Hér er hún:
Kona er 21 ári eldri en barnið sitt. Eftir 6 ár verður hún 5 sinnum eldri en barnið sitt. Hvar er pabbinn?
Þessa þraut sá ég á spjallborði Utah Jazz fyrir nokkru og leysti á ca 5-10 mínútum. Hér getið þið séð spjallþráðinn með svarinu og röksemdunum á bakvið það. Þetta ber þó aðeins að kíkja á ef þú gefst upp, eins og sulta.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.