laugardagur, 31. janúar 2004

Í matarboðinu um daginn horfðum við á tvær bíómyndir og í kvöld horfðum við Björgvin, Helgi, Óli Rúnar, Anna hans Óla, Markús, Guggur og Kalli hans Guggs á eina bíómynd í viðbót. Hér koma dómarnir frá þessari alþjóðlegu gamanmyndaveislu:



Torrente: Sjúklega tjúllaður karakter.

Torrente, el brazo tonto de la ley
Mjög dökk, spænk gamanmynd með grófum húmor um lögregluþjón, Torrente, sem er býsna skrautlegur. Það er voðalega lítið sem ég get sagt um þessa mynd annað en að hún er þónokkuð fyndin. Húmorinn er ótrúlega grófur og dökkur á köflun en það truflaði mig ekki. Torrente karakterinn er frábær. Ég mæli með þessari mynd fyrir fólk með sjúkan húmor. Tvær og hálfa stjörnu af fjórum.



Kjánabangsinn Torrente.

Torrente 2: Misión en Marbella
Framhald fyrri myndarinnar. Sami húmor, sami aðalkarakter og sama tungumál talað. Söguþráðurinn er svipaður og í fyrri myndinni. Torrente villist í eitthvað stærðarinnar glæpamál sem hann vill gjarnan leysa en aðeins til að græða sem mest á því sjálfur. Mjög svipuð hinni myndinni en þessi er þó ögn betri, einhverra hluta vegna. Þrjár stjörnur.



Kung-Fu fótbolti eins og hann gerist bestur, og trúverðugastur.

Siu lam juk kau, aka Shaolin Soccer
Afskaplega frumleg gamanmynd frá Hong Kong um gamlan fótboltakappa sem ákveður að stofna Kung-Fu fótboltalið. Þið sem hafið séð teiknimyndirnar um kýklópana hér á árum áður á stöð 2 vitið hvernig þessi mynd er, þeas fótboltasenurnar. Það var glatt á hjalla á Tunguveginum þegar á þessa mynd var horft enda um frábæran húmor að ræða. Tvær og hálfa stjörnu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.