Áttaði mig á því í hádeginu, á meðan ég borðaði sigurmáltíð í tilefni dagsins (búrrító með hrísgrjónum) í mötuneyti HR, að afrekalisti ævi minnar hefur lengst um helming við árangur minn í aðferðafræðinni, sem ég tala um hér að neðan. Núna lítur hann svona út:
Afrekalisti Finns, ævina 1978-????
1987: Varð í þriðja sæti í 100 metra bringusundi á fámennu móti í Bjarnarfirði, nálægt Trékyllisvík.
2003: Fékk 9 í einkunn fyrir aðferðafræðiritgerð um ritstuld í HR.
Núna er spurning hvenær næsta afrek gerist og hvað það verður.
Ég ákvað að lesa þessa umtöluðu ritgerð mína yfir rétt í þessu. Það fyrsta sem ég sá var að ég skýrði ritgerðina "Á hálum ís" í einhverjum ofsafengnum galsa. Hún, Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur, skutla og kennari, hefur líklega ekki áttað sig á djókinum og lesið eitthvað djúpt úr þessu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.