mánudagur, 6. október 2003

Óþolandi montfífl dagsins titilinn fæ ég sjálfur fyrir eftirfarandi færslu:

Ég var að fá einkunn fyrir aðferðafræðiritgerð mína um ritstuld sem ég gerði fyrir ca tveimur vikum, yfir heila helgi. Til að gera langa sögu stutta fékk ég 9 í einkunn og var, að því er virðist, með þriðju til sextándu bestu ritgerðina en alls var skilað inn 112 ritgerðum. Ágætis einkunn miðað við að ég vissi lítið hvað ég var að gera mestmegnið af tímanum og vitnaði meira að segja í sjálfan mig á kafla.

Ég er gríðarlega stoltur af þessum árangri en samkvæmt biblíunni er ég þarmeð réttdræpur, að ég held amk.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.