Reykvíkingar eru furðuleg kvikindi.
Ég varð vitni að hámarki letinnar eða heimskunnar í strætó í morgun þegar strákur með hjól kom í strætóinn. Allt í fínu með það. Hann borgaði 220 krónur fyrir og ca 30 sekúndum seinna ýtir hann á takkann, rúmlega 400 metrum síðar og fer út, sem er svosem í lagi þar sem hjólið gæti verið bilað og hann ekki nennt að leiða það. Þá stígur kappinn á bak og hjólar í burtu. Þegar ég svo fer úr hjá Verslunarskólanum (sem er við hliðinni á Háskóla Reykjavíkur) kemur kappinn hjólandi og fer inn í Versló.
Annað dæmi um furðulega Reykvíkinga; Ég sat í mötuneyti háskólans í gær og lærði fyrir próf (sem ég fór í í morgun og gekk ágætlega) þar sem mötuneytið sjálft var lokað gafst nægilegt næði til að læra í frið og ró. Þangað til þessir álfar komu; þrír ægilegir töffarar með flatböku sín á milli. Þeir töluðu hátt og snjallt og þegar ég var við það að biðja þá um að hafa lægra (hefði sennilega aldrei gert það) sagði einhver þeirra vonlausa reynslusögu af sjálfum sér þar sem hann ýtti við dómara í æfingafótboltaleik fyrr um sumarið. Við þetta hlógu allir digurbarkalega, hrósuðu hetjunni og síðast en ekki síst gáfu honum "hæ fæv" án þess að vera að grínast. Við þetta athæfi hrökk ég aftur, ekki trúandi því sem ég sá og heyrði.
Svona er lífið í Reykjavík.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.