sunnudagur, 12. október 2003

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að horfa á Matrix Reloaded í gærnótt og í morgun. Ég gerði nokkrar athugasemdir við hana og hér eru þær:

1. Bræðurnir sem leikstýra myndinni hafa eitthvað misst sig í heimspekilegum pælingum við gerð handritsins og myndin fær að gjalda fyrir það.
2. Myndin er sú stærsta sem gerð hefur verið, nokkurntíman.
3. Tæknibrellurnar eru ótrúlegar og vinnan á bakvið þetta alltsaman skuggalega mikil.
4. Bardagaatriðin er svakaleg.
5. 10 mínútna dansatriðið er algjörlega óþarft.
6. Monica Bellucci er gyðja.
7. Tvíburarnir eru svölustu vondu kallar sem ég hef séð síðan John Doe úr Seven.

Kvöldið með Matrix Reloaded var skemmtileg lífsreynsla og gef ég myndinni þrjár og hálfa stjörnu. Hlakka mjög til að sjá framhaldið; Matrix Revolutions sem frumsýnd verður um allan heim 5. nóvember næstkomandi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.