mánudagur, 13. október 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er ekki þekktur fyrir að stunda jaðarsport af mikilli áfergju en ég ákvað samt að prófa um daginn. Jaðarsportið sem hér um ræðir felur í sér að skokka eins og vitleysingur á hlaupabretti um leið og horft er á sjónvarpið. Við áhorfið er auðvelt að falla og stórslasa sig, sérstaklega þegar hraðinn er mikill. Til að gera þrautina erfiðari er hægt að hafa hljóð með því að stinga höfuðtólum í þartilgert gat sem er við hlaupabrettið. Ég hljóp þarna 6 km, horfandi á nágranna og einhverja gamanþætti án þess að slasa mig alvarlega þó ég hafi nokkrum sinnum hlaupið of hratt með tilheyrandi afleiðingum. Jaðarsport þetta (sem ég kýs að kalla Þorgerður) hefur í för með sér að viðkomandi brennir talsverðu, eykur úthald, bætir jafnvægisskyn og nær að fylgjast með hverfi einu í Ástralíu sem fyrir flesta heitir Ramseystræti en ég kalla "heima".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.