sunnudagur, 5. október 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mér finnst skrítið hvernig vinir geta skotið á mann fyrirvaralaust án þess að ég geri nokkurn skapaðan hlut af mér, held ég amk. Hlutir sem ég hef verið gagnrýndur fyrir síðustu vikuna eru meðal annars fataval mitt, pólitískar skoðanir, tölvunotkun, heimska (rangar skoðanir líklega), þessa síðu og jafnvel hefur fólk lagst svo lágt að gagnrýna á mér hárið án þess að ég hafi svo mikið sem yrt á fólkið og jafnvel hjálpað því við margvísleg vandamál. Ég minnist amk ekki þess að hafa gagnrýnt fólk á þennan hátt, þangað til núna kannski. Ég býst við að ég bjóði upp á þetta en einnig verður að taka í reikninginn skítlegt eðli fólks og hversu illa því hlýtur að líða. Við þessu er aðeins hægt að gera tvennt og það er að umgangast enn færra fólk eða segja eitthvað til baka en það finnst mér ólíklegur kostur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.