föstudagur, 17. október 2003

Hún Kolbrún systir var að bæta útlitið á síðunni sinni með smá aðstoð frá Árna Má, kærasta sínum. Síðan er glæsilega hönnuð og er fögur ásýndum. Það er þó alltaf innihaldið sem skiptir mestu máli og er það jafnvel betra en útlit síðunnar í þessu tilviki og er þá mikið sagt. Kíkið á síðuna hennar hér.

Fyrir nokkru síðan hætti Hjalti Jón, körfuboltakappi og hljómsveitameðlimur frá Fellabæ, að skrá dagbókarfærslur sínar sökum anna. Nú hefur hann hafist handa á ný með þessa síðu en þetta er afsprengi hans og Jónasar Reynis (samtals Hjalti Jónas Reynir). Vonum að samruninn gangi upp.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.