laugardagur, 18. október 2003

Í gærkvöldi sá ég myndina SWAT í Smárabíói með Ölmu Rún. Ég vil koma þessu frá mér sem fyrst enda hef ég verið að byrgja þetta inni frá því í gærkvöldi; myndin er ömurleg. Boðskapurinn í henni er svo uppriðinn og gegnumsýrður af bandarískri hugsjón. Sem dæmi má taka að vondi kallinn er auðvitað Frakki þar sem Frakkar eru á móti því að láta sprengja saklausa Íraka í loft upp án þess að hafa ástæðu og er hann alltaf kallaður "frog" sem er niðrandi umsögn um frakka. Hin almáttuga byssa er dýrkuð í þessari mynd og það fer ekki framhjá neinum. Ofan á þetta er svo smurt bandarískum hroka og töffarastælum til að fylla upp í holurnar.
Einnig var talsvert um mistök í þessari mynd sem ég fer ekki nánar út í að svo stöddu.
Það eina góða við þessa mynd var félagsskapurinn, smárabíósalurinn sem er ótrúlega þægilegur og svo þessi en hún er gott sýnishorn um glæsilegan kvenmann.
Myndin fær núll stjörnu af þúsund.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.