Ég var að skoða haloscan reikninginn minn en þar vista ég ummælin sem fara fyrir neðan hverja færslu. Í ljós kom að síðastliðna fjóra mánuði eða frá 18. júní síðastliðnum hafa verið skráð 1.225 ummæli á þessa síðu og er það aðeins í þriðjung þess tíma sem síða þessi hefur verið starfrækt. Þetta gera 306 ummæli á mánuði og næstum því 11 ummæli á dag. Þannig að ca annan hvern klukkutíma sólarhringsins er einhver að skrifa ummæli á þessa síðu. Dásamlegt.
Ég þakka lesendum og álitsgjöfum kærlega fyrir aðsóknina. Ég met þetta mikils.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.