Eins og svo oft áður sá ég mynd í gærkvöldi af vídeóspólu. Myndin heitir Punch-drunk love og skartar þeim Adam Sandler og Emily Watson í aðalhlutverki. Myndin fjallar um mann sem er haldinn einhverju sem ekki er almennilega útskýrt, vinnur við eitthvað sem ekki er almennilega útskýrt og lendir í fáránlegum vanda sem er hálfglórulaus. Hann verður svo ástfanginn og svo framvegis. Adam Sandler leikur furðulega vel og sömuleiðis Emily Watson.
Myndin er talsvert ruglingsleg, órökrétt og vitlaus á köflum. Ef ég væri artí fartí ógeð með trefil um hálsinn, reykjandi á kaffihúsi þá þætti mér þessi mynd "æðislegt masterpís" en þar sem ég er raunsæismaður þá segi ég eins og er; þessi mynd er slæm. Hún hafði þau áhrif að ég grét mig í svefn og mun líklega gera það aftur í kvöld. Hálf stjarna af fjórum fyrir góðan leik og fyrir að hluti myndarinnar gerist í Utah.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.