laugardagur, 11. október 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Dagurinn hjá mér er fullbókaður í dag. Þessa stundina og frá klukkan 10 í morgun hef ég verið að læra með Bylgju í HR og hyggjumst við læra til ca 3 þegar landsleikurinn gegn Þýskalandi hefst. Strax eftir að Ísland hefur beðið afhroð fer ég í körfubolta á Álftarnes til klukkan ca 8. Þá tekur við að horfa á Matrix Reloaded en ég keypti hana í gær eins og ég gaf í skyn hér fyrir neðan. Á morgun mun ég svo eyða deginum í að læra fyrir próf. Þar sem ég gef mér tíma til að horfa á landsleikinn í dag og fara í körfubolta er þetta orðin ein mesta fríhelgi síðan ég man eftir mér (ég man eftir mér ca síðustu þrjár vikur).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.