Það var um síðustu helgi sem ég frétti að Guggur drekkur ekki bjór. Þá erum við orðnir 3 (sá þriðji býr í Kúalalúmpúr), karlmennirnir, í heiminum sem erum hreinskilnir varðandi bjór. Það sem kemur mér enn meira á óvart er að tveir af þessum þremur eru á Tunguvegi 18. Það má því setja þetta upp í formúlu:
C = 100(A / B)
Þegar:
C = Prósenta þeirra á Tunguvegi 18 sem ekki drekkur bjór.
A = Fjöldi þeirra sem ekki drekka bjór en búa á Tunguvegi 18.
B = Heildarfjöldi búenda á Tunguvegi 18.
Ef við setjum svo upplýsingarnar sem við höfum inn í formúluna verður hún svona:
C =100(2/5) => C = 40%. Sem þýðir að 40% þeirra sem býr á Tunguvegi 18 drekkur ekki bjór.
Útfrá þessu má ganga að því vísu að bjórdrykkja sé að líða undir lok og fögnuð við, sem ekki drekkum þann viðbjóð, gríðarlega.
Ef einhver hefur nennt að lesa þessa færslu til enda skal sá hinn sami hljóta heiðursviðurkenningu mína.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.