föstudagur, 5. september 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær varð ég fyrir vitrun þegar við Óli Rúnar gerðum okkur glaðan dag og fengum okkur flatböku frá Hróa Hetti á 50% afslætti. Verði bökunnar var skipt í tvennt og þurftum við að greiða töfratölu hvor: 701 krónu. Það þarf sennilega að minna lesendur á að póstnúmer Fellabæjar er einmitt 701. Hrói Höttur hefur því talað til mín og sagt mér að fara heim í Fellabæinn að vinna fyrir skuld minni. Ég hlusta þó ekki á þann erkibjána heldur hef ákveðið að þessi máltíð sem þarna fór fram hafi verið sú síðasta fyrir áramót en niðurskurður í fjárhagsbókhaldi veftímartisins Finnur.tk veldur því að matarkostnaður verður að falla niður. Einnig hyggst ég ekki kaupa mér föt, gleraugu og aldrei nokkurntíman, undir neinum kringumstæðum drekka áfengi eða bjóða stelpu í bíó eða út að borða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.