þriðjudagur, 2. september 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nágrannar eru að sigla í strand að því er virðist. Ég hef lítið fylgst með þeim síðustu þrjá mánuði eða svo en þó annað slagið náð áttum í söguþræðinum og áttað mig á ástandinu. Samkvæmt nýjustu þáttum er Susan Kennedy orðin 16 ára aftur (og leikur eins og hún sé 10 ára), Toadfish Rebecchi byrjaður með Dee og nú í dag lét Drew Kirk lífið í mjög slæmum útreiðatúr, vægast sagt. Allt þetta ýtir undir þá kenningu mína að annað hvort séu í handritsstóla mættir 12 ára krakkavitleysingar í starfskynningu eða handritshöfundar séu komnir út í eiturlyfjaneyslu og þekki því ekki lengur muninn á söguþræði á ódýrri drasl sápuóperu og hinum stórkostlegu Nágrönnum. Ég allavega er ósáttur. Ég held þó að sjálfsögðu áfram að fylgjast spenntur með framvindu mála í lífi íbúa Ramsey stræti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.