Ég veit ekki hvernig á að snúa mér eða hvernig ég get orðað þetta. Ég er hræddur um að láta flóðgáttir tilfinninganna opnast að fullu og missa fótanna í gríðarstraumi fagurra lýsingarorða en ég læt það samt flakka: Jón Stefánsson, Íslendingur, er á leið í NBA en hann skrifaði undir samning hjá Dallas Mavericks í dag samkvæmt ESPN, Styrmi bróðir, SÝN, Óla Rúnari, mbl.is og væntanlega forseta Íslands síðar á morgun. Þetta er þá í fyrsta sinn sem að Íslendingur spilar í bestu körfuboltadeild heims frá 1990 ca þegar Pétur Guðmundsson, þá fyrsti Íslendingurinn til að komast í deildina, spilaði með Los Angeles, Portland og San Antonio.
Hér getið þið lesið fréttina.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.