miðvikudagur, 3. september 2003

Í gærkvöldi fékk ég kalda vatnsgusu í andlitið þegar mér barst til eyrna upphæð VISA reikningsins fyrir síðastliðinn ca mánuð. Á honum eru rúmlega 15.000 krónur sem ég neita með öllu að kannast við en þær færslur voru framkvæmdar eftir að ég týndi kortinu á dansiballi með Landi og sonum ca 11. ágúst síðastliðnum. Þessar fréttir komu mér í mikinn mínus sem olli því að ég ældi blóði eins og venjulega og svaf lítið í nótt. Þar komu fram hugsanir eins og "nú fæ ég mér næturvinnu með skólanum, fjandinn hafi það" og "Hvernig ætli brjóstin á Birgittu Haukdal líti út?" á milli þess sem ég hóstaði óstjórnlega enda með kvef í ca áttunda sinn á árinu. Niðurstaðan var sú auðvitað að fá sér meiri yfirdrátt. Sé til með vinnuna... og brjóstin á Birgittu Haukdal.

Daginn eftir áttaði ég mig svo auðvitað á heildar myndinni: Hvaða máli skipta fjármálin þegar Drew Kirk er dáinn?

...framhald síðar...

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.