Mér finnst frábært hvernig ekkert gengur upp suma dagana. Í dag t.d. byrjaði ég á því að reka mig í kommóðu heima nægilega fast til að ég hefði vilja öskra meira en þegar Utah Jazz komust í úrslit í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum, en ég gerði þó eins og allir alvöru karlmenn myndu gera; birgði öskrið og pirringinn inni og hélt ró minni. Næst var að taka strætó en hann mætti hvorki meira né minna en 25 mínútum eftir að ég mætti, sem er merkilegt af því hann á að koma á 20 mínútna fresti og einhvernveginn náði ég greinilega rétt að missa af síðasta, eins og alltaf. Þegar í skólann var komið skrifaði enginn penni hjá mér. Sjálfsalinn tók ekki við smámyntinni sem ég fékk í gegnum vél sem skiptir seðlum í mynt í gær (og það tók mig ca 20 mínútur á sínum tíma). Þá mætti ég í tölvuverið en þar virkaði mitt heimasvæði ekki þannig að ég þurfti á skrifstofuna þar sem ég beið í 30 mínútur eftir afgreiðslu (ótrúlegt nokk þá er ég ekki að ýkja, þetta voru rúmlega 30 mínútur!) til þess eins að láta eyða upphafsmynd minni (öllum shortcutum sem ég hafði gert og allt sem ég hafði vistað; mistök skólans). Núna var ég að uppgötva að til þess að geta lært heima í stærðfræðinni þarf ég að fá stærðfræðibókina en hún er lokuð í skáp sem Óli er með lykilinn að og hann er heima veikur.
Ég vona að ég verði fyrir bíl á heimleiðinni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.