mánudagur, 15. september 2003

Mér hefur tekist að afsanna enn eitt vef-greindarvísitöluprófið en í gær tók ég þetta í makindum mínum, nývaknaður og fékk 122 út úr því sem er augljóslega kolrangt. Til að sanna að það sé rangt færi ég sönnunargögn:

Ég...
1. ... get ekki keyrt í Reykjavík.
2. ... get ekki tekið strætó, greinilega.
3. ... man nöfn og tölur að meðaltali í 2 sekúndur eftir að ég heyri/les þau/þær.
4. ... kemst að meðaltali inn í HR með inngangskorti mínu í tólftu tilraun.
5. ... trúi ekki að sögurnar um guð, mjallhvíti og dvergana sjö eða jólasveininn séu sannar eða hafi nokkuð sannleiksgildi.

Nú er það næst á dagskrá að finna fleiri svona próf og afsanna þau.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.