Kvöldið átti að fara í að umgangast hvorki fleiri en færri 7 stelpur allt í allt. Fyrst byrjaði ég á að hjálpa Þóru Elísabet að setja upp dóterí á síðuna sína með Heiðdísi Sóllilju og gekk það vel. Næst átti ég að mæta í Kópavoginn í "hóp 4 í markaðsfræði" samankomu en í þeim hópi eru 5 stelpur eins og áður segir ásamt mér. Ég tilkynnti þó forföll í það vegna þess hversu slappur ég er af hósta.
Allavega, allir að kíkja á heimasíðu Þóru en hún er að fara í interrail á morgun og verður í mánuð ásamt KO Magnússyni og þriðju manneskju hvers nafn ég man ekki. Skrifið líka í gestabókina hennar, ég veit að hún iðar öll af kátínu ef það er gert.
Fyrst ég er í því að benda á aðrar síður: Kíkið á myndasíðu Bylgju en hún var að setja inn myndir frá Sálarballinu þann 23. ágúst síðastliðinn á Egilsstöðum. Þarna eru margar spaugilegar myndir og ummælin fyrir neðan hverja mynd eru oft sprenghlægileg. Þið hafið auðvitað frelsi til að skrá ykkar hugsanir þar, eins og hér.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.