sunnudagur, 28. september 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gærkvöld var sorglegt. Upp úr kl 11 ætlaði ég að rölta í verslun að leigja mér spólu og um leið að fá smá frískt loft eftir að hafa eytt deginum í hór- og lærdóm. Ég klæddi mig í föt, aldrei þessu vant, og hugðist skríða út þegar ég sá að það var athygliverður þáttur á BBC um geðsjúkt fólk sem heldur því fram að það sé endurfætt með minnigar afa sinna eða einhverra annarra. Ég lagðist upp í sófann og stóð ekki upp fyrr en myndirnar "the fly", "Arachnophobia" og "Debby does everything" (sýnd á sýn) var lokið. Þá var klukkan að verða 2:30 og löngu búið að loka þannig að ég fór snemma að sofa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.