mánudagur, 29. september 2003

Alla virka morgna finnst mér ég vera staddur í myndinni "The Truman show" en þá fer ég stundvíslega kl 7:45 að bíða eftir strætó númer 6 fyrir utan Tunguveg 18. Á tímabilinu 7:45 til 8:10 keyra sömu bílarnir alltaf framhjá á sama tíma í sömu röð. Á slaginu 7:53 fara íbúar tveggja húsa á móti biðskýlinu út í bíl og keyra af stað í vinnu eða skóla. Nákvæmlega tveimur mínútum síðar fer þriðji nágranninn af stað. Klukkan 7:55 gengur framhjá skýlinu stífmálaða tíu ára stelpan í gellufötunum á leið í skólann. Klukkan 8:03 mætir ólétti daninn með dóttir sína en hún fer daglega rúma 400 metra með strætó og greiðir alltaf í reiðufé fyrir skutlið. Klukkan 8:10 lætur svo strætó númer 6 loksins sjá sig, alltaf ca 5 mínútum of seinn og alltaf, alltaf mæti ég 25 mínútum of snemma í strætó vegna heimsku.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.