þriðjudagur, 9. september 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það gerðist fleira í gær en það sem talið er upp hér að neðan. Þar sem við Óli sátum á þriðju hæð og lærðum stærðfræði var mér litið út um gluggann þar sem ég sá Marikó Margréti sitja við vegg skáhallt niður við okkur. Mér fannst svolítið skrítið að hún skyldi vera í reykingasvæðinu því samkvæmt útliti hennar reykir hún ekki, enda mjög frískleg, fögur og glansar af hamingju. Til að skoða hana betur ákvað ég að setja upp gleraugun sem ég hafði lagt frá mér til að hvíla á mér nefið en þá brá mér heldur betur í brún. Þetta var ekki Maríkó Margrét heldur fölur, ljóshærður og stutthærður strákur með alskegg, reykjandi og frekar digurmannlega vaxinn. Ég áttaði mig þarna á því hversu slæm sjónin mín er og hversu þakklátur ég er fyrir gleraugun. Óli gat hinsvegar ekki hætt að hlægja, skiljanlega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.