miðvikudagur, 10. september 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á Tunguvegi 18 eru núna tvær þvottavélar, önnur biluð á einhvern óskiljanlegan hátt og hin tekur ekki vatn inn á sig og þar af leiðandi er ekki hægt að þvo neitt í kommúnunni. Það er aðeins ein lausn á málinu: kaupa meira af fötum og það er akkúrat það sem ég gerði í gær í kapphlaupi við tímann. Nú er ég stoltur eigandi nýrra nærbuxna, sokka og tveggja bola. Það ætti að gefa mér tvo daga eða jafnvel þrjá ef ég fer varlega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.