Gærdagurinn var efnismikill eins og sjá má hér að neðan. Það gerist samt ýmislegt á bakvið fögru orðin og margt fer úrskeiðis. Eftirfarandi gerðist í gær:
1. Ég týndi uppáhaldspennanum mínum.
2. Ég gleymdi gleraugunum heima og sá ekkert í fyrirlestrunum fyrir hádegi.
3. Ég gleymdi vatnflöskunni sem ég tek alltaf með í skólann til að spara mér gospening. Ég keypti gos (sjá nr. 6)
4. Ég gleymdi þykkmjólkinni sem ég ætlaði mér að éta í hádeginu og spara mér pening. Ég keypti hádegismat.
5. Ég gleymdi snyrtidótinu fyrir ferðina í world class.
6. Kassinn tók ekki við peningnum mínum sem olli því að ég varð að fresta gosdrykkju um 2 tíma auk þess sem almenningsvatnskraninn var bilaður.
7. Ég gleymdi í gær að blogga um það sem ég gleymdi í gær.
Þá vitiði það. Svona er það "behind the scenes" á Finnur.tk.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.