Ég fór í bíó í gærkvöldi með Gylfa Þór og Kára Jósefs á myndina Freddy vs. Jason í Smáralindinni en þar eru þægilegustu bíósæti sem ég hef um ævina kynnst. Sætinu er hægt að halla aftur og fótaplássið er til fyrirmyndar. Á sætunum er líka geymslupláss fyrir drykki og annað gúmmelaði. Veggirnir eru vel skreyttir bláum röndum sem gefa salnum hlýlegt viðbragð. Bíóhúsið fær fjórar stjörnur af fjórum.
Myndin var hinsvegar ömurleg. Hún fær eina stjörnu fyrir viðleitni og brjóstaskorur.
Fyndið að sjá þennan leikara án búnings.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.