sunnudagur, 7. september 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Komið sunnudagskvöld og mér hefur aðeins einu sinni leiðst jafn mikið um ævina og það var í gærkvöldi. Óli Rúnar sendi mér sms um klukkan 2 um nóttina þar sem hann gerði heiðarlega tilraun til að fá mig á djammið því söngfuglinn og getnaðargellan Hera var á Kofa Tómasar frænda á djamminu. Ég afþakkaði boðið og horfði þess í stað á Animatrix sem var hin ágætasta skemmtun. Sofnaði svo ekki fyrr en klukkan rúmlega 5 því ég missti stjórn á hóstanum sem hefur verið að hrella mig síðustu 2 vikur eða svo. Þegar leikurinn stóð sem hæst ældi ég úr hósta, í fyrsta sinn um ævina. Ekki slæmur árangur það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.