Á föstudaginn þegar ég, Björgvin og Markús rammvillti gengum um Kringluna í örvæntingafullri leit að fötum fyrir neðri hluta skrokks míns varð ég fyrir einhverju svo undursamlegu að ég get illa orðað lífsreynsluna með hljóðum sem stafrófið nær að grípa með viðunandi árangri. Aftan að mér gekk nefnilega stúlka og kleip í rassinn á mér og þrýsti miðlungsþétt rétt áður en hún tók utan um okkur bræðurnar og heilsaði. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég verð fyrir kynferðislegri áreiti af þessari stærðargráðu (hef bara orðið fyrir tilgangslausu daðri hingað til) og líkaði mér hún vel. Vonast ég til að sem flestir kvenmenn sjái sér fært að klípa mig í rassinn hér eftir í staðinn fyrir að heilsa með handabandi eða orðum.
Af ótta við að stúlkan sjái eftir atburði þessum hef ég kosið að gefa henni leyninafnið RassklipuHarpa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.