Framhaldssaga.
Eins og þið eflaust munið fórum við Björgvin bróðir í bíó á laugardaginn ásamt Gylfa og Eiríki á myndina 28 days later. Ástæðan fyrir bíóinu var tengd því að Björgvin var að fara út um nóttina, við vildum sjá myndina og síðast en ekki síst var haldið heljarinnar teiti á tunguveginum en þar bý ég ásamt ófríðu föruneyti fjögurra stráka. Guggur, Víðir og Gústi sáu um partíið en við Óli létum okkur hverfa.
Þegar heim var komið um klukkan 2 um nóttina var margt um manninn eða öllu heldur barnið. Ég náði að hækka meðalaldurinn um rúmlega 5 ár. Ekki nóg með að þarna hafi verið mikið mannfall (2-3 dauðir í stofunni og nokkrir fyrir utan) heldur var klósethurðin ónýt og allt á tjá og tundri. Þarna kom líka til mín ung stúlka, Sonja að nafni og sagðist kannast við mig af netinu, þeas heimasíðu minni. Við það mildaðist mitt svarta hjarta og ég sofnaði vært um klukkan 5 eftir mikinn hávaða í veislugestum.
Afsakið samhengisleysið í þessari færslu. Er samhengislaus í dag í tilefni af því að það er frítt í strætó.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.