föstudagur, 19. september 2003

Þegar ég mætti eldsnemma í skólann í morgun og gerði mig reiðubúinn að taka skóladótið upp enda dæmatími í stærðfræði að byrja, fann ég pennaveskið mitt ekki. Þegar ég leitaði betur fannst það undir öllum bókunum í töskunni. Það eitt og sér er ekkert sérstaklega merkilegt. Það sem er merkilegt við þetta er að það hlakkaði í mér við tilhugsunina um að ég hafði gleymt pennaveskinu heima því þá gæti ég skrifað eitthvað skondið um heimsku mína í þetta veftímarit. Þar sem pennaveskið fannst og ég gat skrifað eitthvað í tímanum er í raun engin ástæða fyrir því að skrifa grein um atburðinn og því varð ég dapur.

Eða hvað?

uppfært:
Þessi dagbókarfærslu var nýlega kosin tilgangslausasta færsla allra tíma í virtu bresku tímariti sem ég man ekki hvað heitir. Jafnframt var lestur þessarar greinar kosin mesta tímaeyðsla í sögu mannkyns.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.