Magnaður eftirmiðdagur í gær. Við Björgvin og Markús fórum í kringluna því ég þurfti að versla föt. Hef verið a leita alla mína ævi að buxum í stærð 34-34 og auðvitað ekki fundið á Egilsstöðum eða Akureyri. Í Reykjavík fann ég strax tvær, í Hagkaup og Dressmann og keypti þær hiklaust, eins og versta kelling.
Í mátunarklefanum fór ég á kostum. Í tvö skipti dró ég frá á nærbuxunum og í skónum, haldandi að ég væri í buxum. Ég náði þó að stoppa áður en einhver sá mig held ég.
Eftir kringluferðina ákváðum við að kíkja á laugarveginn á bíl Markúsar þar sem ég settist í framsætið af því ég rata svo vel í Reykjavík. Til að gera langa sögu stutta þá tókum við eina vitlausa beygju hjá kringlunni og enduðum í miðbæ Kópavogs. Ég held ég hafi aldrei hlegið jafnmikið. Eftir rúmlega klukkutímaferð þar sem tekin var U-beygja á frekar stórum gatnamótum, farið var í stæði strætisvagns og hlegið meira en góðu hófi gegnir komumst við á laugarveginn og stuttu síðar heim helsinu fegnir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.