Í dag hóf ég líkamsræktarátak í Súkkulaðiverksmiðjunni. Þriggja mánaða kort var á léttu tilboði, kr. 9.990 og er það lítið verð fyrir að fá að nota augnskanna í hvert skipti sem mætt er. Fyrsta tímann tókum við í dag, spiluðum körfubolta og spáðum í fallega fólkið. Tinna Alavis var þarna en af því ég er blindur þá sá ég hana ekki þrátt fyrir að hafa teygt með henni.
Það var svo rétt eftir sturtubaðið að ég uppgötvaði að ég hafði lést um fjögur kílógrömm frá því ég kom í borg óttans, þá fullklæddur eftir að hafa ekki hreyft mig alla vikuna, utan skokks sem ég tók á miðvikudagskvöld og í gærkvöldi, sunnudagskvöld. Svona getur mannslíkaminn verið stórkostlegt fyrirbæri.
Ekki láta koma ykkur á óvart ef ég kem á Subaru Impresu á álfelgum og spoiler kit, með gullkeðju um hálsinn og kolsvartur af sólbekkjum (eða appelsínugulur af kremi einhverskonar) í ermalausum bol um jólin eftir þriggja mánaða lyftingar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.