Því miður er talsverð tilhlökkun hjá mér varðandi kvöldið því þá verður haldið til Borgarfjarðar Eystri til þess eins að tjalda, grilla og vera glaður. Tilhlökkun er, í mínu tilviki, annað orð yfir framtíðar vonbrigði og bíð ég því spenntur að sjá hvað fer úrskeiðis.
Ég spái að eitthvað af eftirfarandi muni gerast:
-Það mun springa á amk þremur dekkjum á leiðinni þangað (er með 2 varadekk).
-Snjókoma veldur ófærð og ég verð úti.
-Það gleymist að taka með skákborð og stemningin drepst í kjölfarið.
-Ég gleymi áfenginu.
-Jarðskjálfti rífur Ísland í tvennt við Eiðar.
-Snjómaðurinn ógurlegi étur mig.
Allt getur gerst þegar ég hlakka til þannig að fylgist spennt með.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.