Sjáið þið eitthvað rangt við þetta: 12-14 ára, mjög horuð stelpa í toppi og þröngum diskó buxum dansandi og syngjandi um hvað hún sakni jarðaberjakossanna sem einhver veiti henni annað slagið. Hún er stífmáluð í framan og er dansandi eins og Britney Spears eða einhver svipuð glyðra. Ef þér finnst ekkert athugavert við þetta ertu mjög sjúk(ur) í hugsun en þetta sá ég á sýn í kvöld á milli einhverra íþróttaviðburða. Mér varð vægast sagt flökurt. Hvað er að heiminum í dag?
Þið sem ekki trúið mér þá heitir smástelpan Nikki Webster, hér er heimasíða hennar og hér er dæmi um klæðnað og fas hennar. Foreldrar þessarar stúlku ættu að skammast sín, ef ekki fá einhvern annan til að ala hana upp (ég leitaði uppi síðuna í gegnum 'strawberry kisses' á google, aðeins fyrir ykkur dyggu lesendur).
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.