Smáatriði helgarinnar gleymdust algjörlega í upptalningunni hér að neðan. Þar berst helst að nefna að ég eignaði mér 'Nauðgar vinur þinn?' frispídisk sem notaður var við svokallaða drive-by morðtilraun á okkar klíku á tjaldstæðinu. Diskurinn er hinn eigulegasti. Annað smáatriði er að ég tók með mér skákborð og það vildi ekki nokkur maður nota kyrrðina til að tefla í guðsgrænni náttúrinni, sama hversu ég lofaði skákíþróttina. Að lokum ber að nefna að sjáanleg bringuhár mín hafa aukist úr einu í þrjú eftir að minni fyrstu útilegu ævinnar lauk og telst það ágætis árangur miðað við leti mína í drykkjumálum.
Fleira var það ekki sem gerðist í þessari ferð.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.